Anders Behring Breivik
Anders Behring Breivik
Anders Behring Breivik mun í vikunni gangast undir skoðun dómkvaddra geðlækna sem meta munu andlegt heilbrigði hans. Læknarnir þurfa að skila niðurstöðu fyrir 1.

Anders Behring Breivik mun í vikunni gangast undir skoðun dómkvaddra geðlækna sem meta munu andlegt heilbrigði hans. Læknarnir þurfa að skila niðurstöðu fyrir 1. nóvember næstkomandi en það er hins vegar dómara að úrskurða hvort Breivik sé sakhæfur eða ekki. Miklar vangaveltur hafa verið um sakhæfi Breiviks en lögfræðingur hans hefur gefið í skyn að skjólstæðingur sinn sé geðveikur.

Breivik hefur sett fram ýmsar kröfur í gæsluvarðhaldi, nú síðast í yfirheyrslum lögreglu. Hann krafðist meðal annars að ríkisstjórn Noregs skyldi segja af sér sem og að konungurinn Haraldur viki úr sæti sínu ellegar myndi Breivik ekki tjá sig frekar um hryðjuverkin. Norska lögreglan tilkynnti í gær að hún væri að koma á fót sérstöku teymi sem hefði það hlutverk að rannsaka hryðjuverkin. Lögreglan hefur jafnframt safnað saman símum, myndavélum og tölvum frá þeim er staddir voru á Útey vegna rannsóknar málsins. kristel@mbl.is