Halldór Halldórsson
Halldór Halldórsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Það er fullt af hlutum sem hafa ekkert farið af stað í atvinnulífinu. Og að hluta til er það vegna þess að ríkisstjórnin er að tefja það,“ sagði Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, við Rúv. um helgina.

Það er fullt af hlutum sem hafa ekkert farið af stað í atvinnulífinu. Og að hluta til er það vegna þess að ríkisstjórnin er að tefja það,“ sagði Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, við Rúv. um helgina.

Halldór sagði einnig að vegna þessa hefðu sveitarstjórnarmenn áhyggjur af forsendum kjarasamninganna og að sú tekjuaukning sem þar væri gert ráð fyrir mundi ekki skila sér.

Það eru minni umsvif heldur en reiknað var með. Það er fullt af hlutum sem hafa ekkert farið af stað í atvinnulífinu,“ segir Halldór.

Hann nefnir sjávarútveginn og aðförina að honum sem dæmi um tafir ríkisstjórnarinnar og einnig stórar framkvæmdir sem hafi verið fyrirhugaðar. Halldór óttast að þetta verði til þess að sveitarfélögin þurfi að segja upp fólki.

Eins og vænta mátti kom Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, ríkisstjórninni til hjálpar og taldi ólíkt Halldóri að ekki þyrfti að koma til uppsagna hjá sveitarfélögunum.

En jafnvel þessi gallharði samfylkingarmaður gat ekki neitað því að hér þyrfti að fara af stað uppbygging og hagvöxtur og að stjórnvöld þyrftu að standa við yfirlýsingar um framkvæmdir.

ASÍ mun þó vafalítið ekkert aðhafast sem gæti komið sér illa fyrir ríkisstjórnina og standa áfram með henni þegar á reynir.