Íslendingar geta prísað sig sæla með undanriðil sinn fyrir HM 2014 í knattspyrnu karla. Ísland fékk Noreg úr fyrsta styrkleikaflokki, Slóveníu úr öðrum, Sviss úr þriðja, Albaníu úr fjórða og Kýpur úr þeim fimmta.

Íslendingar geta prísað sig sæla með undanriðil sinn fyrir HM 2014 í knattspyrnu karla. Ísland fékk Noreg úr fyrsta styrkleikaflokki, Slóveníu úr öðrum, Sviss úr þriðja, Albaníu úr fjórða og Kýpur úr þeim fimmta.

Ísland hefði líklega aðeins átt betri möguleika á að komast áfram ef liðið hefði lent í G-riðli. Í þeim riðli eru lélegustu liðin úr efstu tveimur styrkleikaflokkunum, Grikkland og Slóvakía, samkvæmt stigalista FIFA. Íslendingar voru reyndar óheppnir að fá Sviss, besta liðið úr 3. styrkleikaflokk, en að öðru leyti er lítið hægt að kvarta.

Sterkasti riðillinn samkvæmt stigalista FIFA er I-riðillinn, eini fimm liða riðillinn. Drátturinn:

A-riðill: Króatía, Serbía, Belgía, Skotland, Makedónía, Wales

B-riðill: Ítalía, Danmörk, Tékkland, Búlgaría, Armenía, Malta

C-riðill: Þýskaland, Svíþjóð, Írland, Austurríki, Færeyjar, Kasakstan

D-riðill: Holland, Tyrkland, Ungverjaland, Rúmenía, Eistland, Andorra

E-riðill: Noregur, Slóvenía, Sviss, Albanía, Kýpur, ÍSLAND

F-riðill: Portúgal, Rússland, Ísrael, N-Írland, Azerbadjan, Lúxenburg

G-riðill: Grikkland, Slóvakía, Bosnía, Litháen, Lettland, Liechtenstein

H-riðill: England, Svartfjallaland, Úkraína, Pólland, Moldóvía, San Marínó

I-riðill: Spánn, Frakkland, Hvíta-Rússland, Georgía, Finnland sindris@mbl.is