Ferðalok Þjóðhátíðargestir koma heim frá Vestmannaeyjum.
Ferðalok Þjóðhátíðargestir koma heim frá Vestmannaeyjum. — Morgunblaðið/Sverrir
Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Tilkynntar voru tvær nauðganir í Vestmannaeyjum um helgina. Þær hafa báðar verið kærðar til lögreglu. Þolendurnir hafa fengið aðhlynningu á neyðarmóttöku vegna nauðgana á Landspítalanum í Fossvogi.

Hjalti Geir Erlendsson

hjaltigeir@mbl.is

Tilkynntar voru tvær nauðganir í Vestmannaeyjum um helgina. Þær hafa báðar verið kærðar til lögreglu. Þolendurnir hafa fengið aðhlynningu á neyðarmóttöku vegna nauðgana á Landspítalanum í Fossvogi. Önnur nauðgunin átti sér stað við salernisaðstöðu í Herjólfsdal þar sem karlmaður nauðgaði rúmlega tvítugri konu. Lögregla hefur handtekið mann á þrítugsaldri sem er grunaður um verknaðinn. Lögregla biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að rifrildi karlmanns og konu við salernisaðstöðuna milli klukkan 4 og 5 aðfaranótt sunnudags að gefa sig fram.

Grunur um fleiri kynferðisbrot

Í hinu nauðgunarmálinu er um að ræða 24 ára gamla konu sem kærði nauðgun til lögreglu. Það mál er til rannsóknar en enginn hefur verið handtekinn. Samkvæmt upplýsingum frá neyðarmóttöku nauðgana leikur grunur á fleiri kynferðis-brotum um helgina sem þó hafa ekki verið kærð til lögreglu. Hátíðarhöld fóru víðast hvar vel fram þótt mál af þessu tagi hafi sett svartan blett á verslunarmannahelgina. Talið er að um 14 þúsund manns hafi verið í Vestmannaeyjum á sunnudagskvöldið. Þá voru um 10 til 12 þúsund manns á lokatónleikum fjölskylduhátíðarinnar Einnar með öllu á Akureyri. Óvenjumargir voru í Reykjavík um helgina. Ætla má að slæmt veður hafi valdið því að margir létu vera að fara úr bænum. Því var mikill erill hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu alla helgina. 6