Sigurgeir B. Kristgeirsson
Sigurgeir B. Kristgeirsson
Íslenskum og færeyskum skipum hefur verið bannað að landa makríl í norskum höfnum. Norska sjávarútvegsráðuneytið tilkynnti umrætt löndunarbann í gær. Tilkynningin var birt á heimasíðu ráðuneytisins.

Íslenskum og færeyskum skipum hefur verið bannað að landa makríl í norskum höfnum. Norska sjávarútvegsráðuneytið tilkynnti umrætt löndunarbann í gær. Tilkynningin var birt á heimasíðu ráðuneytisins. Bannið nær til alls makrílafla, sem veiddur er í íslenskri og færeyskri lögsögu og makrílafla veidds með skipum, sem hafa leyfi frá íslenskum og færeyskum stjórnvöldum.

Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, segir löndunarbannið hafa litla þýðingu fyrir íslenska makrílveiðimenn. Makríllinn sé veiddur mjög nálægt Íslandsströndum og því þurfi nær aldrei að landa honum utan íslenskrar lögsögu. Sigurgeir segir útspil Norðmanna aðeins sýndarmennsku. „Skynsamlegast væri fyrir alla að semja um málið og hætta þessu skítkasti.“ hjaltigeir@mbl.is