Enn hækkar vatn í Skaftá en rennslið var tæpir 400 rúmmetrar á sekúndu um miðnætti í gærkvöldi og hafði rennslið verið að aukast. Að sögn sérfræðings á Veðurstofunni er þetta lítið vatnsmagn og ekki meira en sést í vorleysingum.

Enn hækkar vatn í Skaftá en rennslið var tæpir 400 rúmmetrar á sekúndu um miðnætti í gærkvöldi og hafði rennslið verið að aukast. Að sögn sérfræðings á Veðurstofunni er þetta lítið vatnsmagn og ekki meira en sést í vorleysingum. Ekki verði hægt að tala um stórt hlaup fyrr en vatnsmagnið fer yfir þúsund rúmmetra á sekúndu.

„Þetta er hægt og sígandi að vaxa en þetta er voðalega lítið vatn í sjálfu sér. Þetta er lítið hlaup en maður veit aldrei hvernig framhaldið er á því. Það lítur út fyrir að þessi hægi stígandi gæti verið áfram í nokkra daga.“ mep@mbl.is