Viku Kanturinn gaf sig undan jeppanum.
Viku Kanturinn gaf sig undan jeppanum.
Umferðin var róleg á hálendinu yfir verslunarmannahelgina að sögn hálendisvaktar Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Minni umferð var á hálendinu en undanfarnar verslunarmannahelgar og talið er að blautt og kalt veður hafi átt sinn þátt í því.

Umferðin var róleg á hálendinu yfir verslunarmannahelgina að sögn hálendisvaktar Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Minni umferð var á hálendinu en undanfarnar verslunarmannahelgar og talið er að blautt og kalt veður hafi átt sinn þátt í því. Björgunarsveitirnar eru til taks í tæpa tvo mánuði á hverju sumri á fjórum stöðum á hálendinu, Kjalvegi, að Fjallabaki, á Sprengisandsleið og á svæðinu norðan Vatnajökuls. Á meðfylgjandi mynd er Björgunarsveitin Núpar frá Kópaskeri að aðstoða ítölsk hjón sem höfðu verið að víkja fyrir bíl og kanturinn gaf sig með þeim afleiðingum að afturendi bílsins féll niður og rann á stóran hraunhnullung sem varnaði því að bílinn ylti alveg á hliðina. mep@mbl.is