Knattspyrnumaðurinn Andrés Már Jóhannesson hefur verið seldur frá Fylki til norska úrvalsdeildarfélagsins Haugasunds. Andrés Már er 22 ára gamall og hefur verið einn besti leikmaður Fylkis.

Knattspyrnumaðurinn Andrés Már Jóhannesson hefur verið seldur frá Fylki til norska úrvalsdeildarfélagsins Haugasunds. Andrés Már er 22 ára gamall og hefur verið einn besti leikmaður Fylkis. Í samtali við Morgunblaðið fyrir helgi sagðist hann ánægður með þetta skref á ferlinum en Andrés mun eflaust reynast góður liðsstyrkur fyrir Haugasund sem er í 8. sæti deildarinnar með 23 stig líkt og 3 önnur lið.

Víkingar hafa fengið til sín skoska miðvallarleikmanninn Colin Marshall frá BÍ/Bolungarvík fyrir komandi átök í fallbaráttunni í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Marshall er 26 ára gamall og kom til Djúpmanna í vetur frá spænska 4. deildar liðinu Crevillente Deportivo eftir að hafa leikið með fjölda liða í ensku utandeildinni og í Skotlandi. Marshall ólst upp í röðum Aston Villa en lék ekki með aðalliðinu.