Þorkell Þorkelsson ljósmyndari styrkir Sómalíusöfnun Rauða kross Íslands með því að bjóða til sölu 17 ljósmyndir sem teknar voru í Búrma árið 2004 og voru á sýningu í Gerðarsafni fyrr á þessu ári. Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til...
Þorkell Þorkelsson ljósmyndari styrkir Sómalíusöfnun Rauða kross Íslands með því að bjóða til sölu 17 ljósmyndir sem teknar voru í Búrma árið 2004 og voru á sýningu í Gerðarsafni fyrr á þessu ári. Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til söfnunarinnar. Myndirnar eru unnar á besta fáanlegan pappír og rammaðar inn í vandaðan svartan ramma. Stærð mynda er um 75x75 cm og kostar hver þeirra 100.000 kr. Hægt er að sjá myndirnar á Facebook-síðu hans, Thorkell Thorkelsson.