Hlaup Gerir öllum gott, hvort sem er í borg eða úti í náttúrunni.
Hlaup Gerir öllum gott, hvort sem er í borg eða úti í náttúrunni.
Næstkomandi laugardag verður Jökulsárhlaup 2011 haldið í áttunda skipti en það fer fram í Jökulsárgljúfrum í Vatnajökulsþjóðgarði.

Næstkomandi laugardag verður Jökulsárhlaup 2011 haldið í áttunda skipti en það fer fram í Jökulsárgljúfrum í Vatnajökulsþjóðgarði.

Öll leiðin liggur um stígakerfi þjóðgarðsins og er hlaupið um hrjóstuga mela og grófar klappir, eftir moldargötum í grónu landi og eftir göngu-/fjárgötum í gróskumiklum birkiskógi. Þá liggur lokaleggur allra leiðanna meðfram barmi Ásbyrgis. Í Jökulsárhlaupinu eru í boði þrjár vegalengdir, Dettifoss - Ásbyrgi 32,7 km, Hólmatungur - Ásbyrgi 21,2 km og Hljóðaklettar - Ásbyrgi 13,2 km.