Styrkur til gjörgæsludeildar Kristín Dýrfjörð, Kristín Gunnarsdóttir deildarstjóri, Kristinn Sigvaldason yfirlæknir og Friðrik Þór Guðmundsson.
Styrkur til gjörgæsludeildar Kristín Dýrfjörð, Kristín Gunnarsdóttir deildarstjóri, Kristinn Sigvaldason yfirlæknir og Friðrik Þór Guðmundsson.
Foreldrar Sturlu Þórs Friðrikssonar, sem lét lífið eftir fluglys í Skerjafirði árið 2000, hafa fært gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi að gjöf sjónvarp, DVD-tæki og nokkra mynddiska til minningar um hann.

Foreldrar Sturlu Þórs Friðrikssonar, sem lét lífið eftir fluglys í Skerjafirði árið 2000, hafa fært gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi að gjöf sjónvarp, DVD-tæki og nokkra mynddiska til minningar um hann.

Sturla Þór var samanlagt í þrjá mánuði á gjörgæsludeildinni. Hann var sonur Kristínar Dýrfjörð og Friðriks Þórs Guðmundssonar. Í tilkynningu frá spítalanum kemur fram að þegar Kristín varð fimmtug í lok júní hafi hún beðið fólk um að leggja fé í söfnunarbauk í stað þess að gefa gjafir. Í samráði við deildarstjóra gjörgæslunnar, Kristínu Gunnarsdóttur, hafi hún ákveðið að nota peninga í ofangreinda gjöf.