Álfheiður Ingadóttir
Álfheiður Ingadóttir
Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis, segir ekki ástæðu til að boða til fundar nefndarinnar fyrr en sumarfríum ljúki. „Nei, það verða fundir eins og boðað hefur verið. Ég held að það sé eftir 10. ágúst.

Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis, segir ekki ástæðu til að boða til fundar nefndarinnar fyrr en sumarfríum ljúki. „Nei, það verða fundir eins og boðað hefur verið. Ég held að það sé eftir 10. ágúst. Við það verður staðið í öllum nefndum þingsins.

Það er ekkert á döfinni að halda neinn aukafund,“ segir Álfheiður.

„Forseti þingsins hefur hvatt til þess að sumarleyfi þingsins verði ekki truflað nema mjög mikið liggi við og að hlutir geti ekki beðið. Ég held að fundir um þetta efni geti beðið að skaðlausu. Ég held að það sé ekkert tap staðfest og málinu sé ekki lokið. Þingið og fjárlaganefnd mun fjalla um það þegar þar að kemur. Menn verða líka að horfa til þess að bótasjóðum Sjóvá var nánast stolið á sínum tíma og það var úr vöndu að ráða fyrir stjórnvöld þegar það var ljóst. Ég hygg að allir hafi verið sammála um að það þyrfti að tryggja bótasjóðinn. Hvað uppgjörið varðar þá kemur það til skoðunar í þinginu þegar þar að kemur. Fyrst og fremst í fjárlaganefnd en líka í viðskiptanefnd og í þingsal. Það hefði þýtt gríðarlegt tap fyrir alla tryggingataka hjá Sjóvá ef ríkið hefði ekki gripið inní,“ segir Álfheiður.

Enginn aukafundur
» Forseti þingsins hefur hvatt til þess að sumarleyfi séu ekki trufluð nema mjög mikið liggi við.
» Fjárlaganefnd, viðskiptanefnd og þingið mun fjalla um málið þegar þar að kemur.