Tvær nauðganir hafa verið kærðar til lögreglu eftir helgina í Vestmannaeyjum. Lögregla handtók í kjölfarið karlmann á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa nauðgað konu við salernisaðstöðu í Herjólfsdal.

Tvær nauðganir hafa verið kærðar til lögreglu eftir helgina í Vestmannaeyjum. Lögregla handtók í kjölfarið karlmann á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa nauðgað konu við salernisaðstöðu í Herjólfsdal.

Lögreglan á Akureyri hafði afskipti af tveimur minniháttar líkamsárásarmálum aðfaranótt mánudags. Þá var einn handtekinn eftir stórfelda líkamsárás á Flúðum. Hann lamdi annan mann með flösku í andlitið. Sá er varð fyrir árásinni var fluttur til aðhlynningar á heilsugæslu en reyndist ekki alvarlega slasaður. Lögregla þurfti sömuleiðis að hafa afskipti af fjölmörgum haugdrukknum einstaklingum en eins og við var að búast var mikill erill hjá lögreglunni um allt land.