Fyrsta Hrafnaþing vetrarins verður miðvikudaginn 5. október kl. 15.15 í húsi Náttúrufræðistofnunar í Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ.
Fyrsta Hrafnaþing vetrarins verður miðvikudaginn 5. október kl. 15.15 í húsi Náttúrufræðistofnunar í Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ. Að þessu sinni verður ekki um hefðbundið fræðsluerindi að ræða heldur verður á gamansaman hátt rifjaður upp sá stóratburður þegar risaskjaldbaka kom að landi á Hólmavík árið 1963. Skjaldbakan var tveir metrar og 375 kg og þótti mikið sæskrímsli. Fluttur verður einleikur sem ber heitið Skjaldbakan en verkið er flutt af Smára Gunnarssyni leikara og samið í samstarfi við leikstjórann Árna Grétar Jóhannsson. Skjaldbakan er varðveitt á Náttúrufræðistofnun Íslands og verður hún á staðnum meðan á sýningu stendur.