Ralph Steinman
Ralph Steinman
Rockefellerháskóli segir að Ralph Steinman, sem tilkynnt var í gær að fengi Nóbelsverðlaunin í læknisfræði í ár, hefði dáið af völdum krabbameins í brisi á föstudaginn var, 68 ára að aldri.

Rockefellerháskóli segir að Ralph Steinman, sem tilkynnt var í gær að fengi Nóbelsverðlaunin í læknisfræði í ár, hefði dáið af völdum krabbameins í brisi á föstudaginn var, 68 ára að aldri.

Steinman, sem var kanadískur frumulíffræðingur, fékk Nóbelsverðlaunin ásamt tveimur öðrum vísindamönnum fyrir rannsóknir á ónæmiskerfi mannslíkamans.

Göran Hansson, sem situr í verðlaunanefndinni, segir að hún hafi ekki vitað um andlát Steinmans þegar ákveðið var að veita honum verðlaunin.