Reisn Páll Viðar Gíslason.
Reisn Páll Viðar Gíslason. — Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ef lífið er tík, hvað er þá fótboltinn? Eftir bráðskemmtilegt sumar, þar sem liðið fór lengi vel fram úr björtustu vonum, eru mínir menn fallnir. Þórsarar munu leika í næstefstu deild í knattspyrnu næsta sumar.

Ef lífið er tík, hvað er þá fótboltinn? Eftir bráðskemmtilegt sumar, þar sem liðið fór lengi vel fram úr björtustu vonum, eru mínir menn fallnir. Þórsarar munu leika í næstefstu deild í knattspyrnu næsta sumar.

Langt er síðan ég hef fundið jafninnilega til með nokkrum manni og Páli Viðari Gíslasyni, þjálfara Þórs, eftir tapið gegn Keflavík um helgina. Fátt er ómanneskjulegra en að draga þjálfara fótboltaliðs í sjónvarpsviðtal andartaki eftir fall – í beinni útsendingu. En Páll kláraði þessi viðtöl með mikilli reisn. Hann kenndi hvorki andstæðingum né fréttamönnum um ófarirnar, heldur axlaði ábyrgðina sjálfur. Eins og sönnum vígamanni sæmir. Er hann maður að meiri.

Hrakspárnar höfðu gengið yfir Þórsara mánuðum saman en um tíma leit út fyrir að þeir næðu að gefa spekingunum langt nef. Það hefur örugglega verið mun erfiðara að vera Framari en Þórsari í sumar. En það breytir ekki því að Fram hélt sæti sínu, eftir ævintýralegan endasprett, en Þór ekki. Flott hjá þeim. Grindvíkingar eru sem kunnugt er ódrepandi.

Við Pál Viðar segi ég þetta: Nærðu þig á reynslunni og skilaðu liðinu okkar aftur upp í efstu deild að ári!

Orri Páll Ormarsson

Höf.: Orri Páll Ormarsson