Guðjón Rúnarsson
Guðjón Rúnarsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„Við erum ósátt við þennan skatt, teljum hann illa ígrundaðan og þarfnast endurskoðunar,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, um boðaðan launaskatt á fjármálafyrirtækin.

„Við erum ósátt við þennan skatt, teljum hann illa ígrundaðan og þarfnast endurskoðunar,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, um boðaðan launaskatt á fjármálafyrirtækin.

Guðjón segir skattinn hafa mismunandi áhrif, hann sé sérstaklega íþyngjandi fyrir minni fjármálafyrirtæki. Skatturinn muni fara beint út í verðlag á þjónustu fyrirtækjanna og hafa áhrif á starfsmannahaldið. Heildaráhrifin hafi ekki verið reiknuð til enda og þannig geti greiðslur úr atvinnuleysistryggingarsjóði aukist. Þá bendir Guðjón á að ESB sé að hverfa frá svona skatti og samanburður við Danmörku sé ekki fyllilega raunhæfur, t.d. sé ekkert tryggingargjald innheimt þar.

Nær að skattleggja afkomu

„Ef þetta er komið til að vera þá hlýtur það að hafa áhrif á iðgjöldin til hækkunar þegar fram í sækir. Ekkert af þessum félögum getur tekið svona kostnaðarauka á sig að fullu,“ segir Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, um launaskatt á fjármálafyrirtæki.

Hún bendir á að launakostnaður sé talsverður hluti af rekstrarkostnaði tryggingarfélaga. Tryggingargjald sé ennþá nokkuð hátt og launaskattur til viðbótar muni hafa íþyngjandi áhrif á rekstur VÍS sem annarra félaga.

Sigrún bendir einnig á að stór hluti af afkomu tryggingafélaga undanfarin ár hafi verið tengdur fjárfestingum, ekki sjálfri vátryggingastarfseminni, og t.d. í ár hafi fjárfestingar ekki skilað mikilli ávöxtun.

„Vátryggingafélög og minni fjármálafyrirtæki eru með allt aðra afkomu en stóru bankarnir þrír. Ef menn ætla að skattleggja hagnað bankanna þá hefðu aðrar leiðir verið færar, eins og að skattleggja afkomuna beint,“ segir hún. bjb@mbl.is