Ótti Jackson óttaðist um líf sitt.
Ótti Jackson óttaðist um líf sitt.
Michael heitinn Jackson mun hafa óttast mjög að honum yrði sýnt banatilræði þegar hann væri á tónleikum og mun hann hafa íhugað að klæðast skotheldu vesti.

Michael heitinn Jackson mun hafa óttast mjög að honum yrði sýnt banatilræði þegar hann væri á tónleikum og mun hann hafa íhugað að klæðast skotheldu vesti. Þessu hefur fyrrverandi lífvörður hans greint frá, Matt Fiddes, en hann gæti öryggis Jacksons árið 2009, árið sem Jackson lést. Fiddes segir Jackson hafa klæðst skotheldu vesti í réttarsal árið 2005 þegar hann varðist ásökunum um kynferðislega misnotkun á börnum.

Þegar Jackson lést var hann að undirbúa mikla tónleikaröð í O2-höllinni í Lundúnum og mun hann hafa óttast mjög um líf sitt og ætlað að klæðast skotheldu vesti á þeim tónleikum.