Gengið Ung skólabörn á Akureyri.
Gengið Ung skólabörn á Akureyri.
Miðvikudaginn 5. október er alþjóðlegi „Göngum í skólann dagurinn“ haldinn hátíðlegur víða um heim. Um leið lýkur formlega verkefninu Göngum í skólann hér á landi. Er þetta í fimmta skipti sem Ísland tekur þátt í verkefninu.

Miðvikudaginn 5. október er alþjóðlegi „Göngum í skólann dagurinn“ haldinn hátíðlegur víða um heim. Um leið lýkur formlega verkefninu Göngum í skólann hér á landi. Er þetta í fimmta skipti sem Ísland tekur þátt í verkefninu. Í ár tóku 59 skólar um allt land þátt í verkefninu.

Meginmarkmið Göngum í skólann eru að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar. Nánari upplýsingar um verkefnið og hvernig það hefur farið fram í þátttökuskólunum er að finna á heimasíðu þess www.gongumiskolann.is.