Teiknimyndafyrirtækið CAOZ hefur skrifað undir samning við útgáfu- og efnisveiturisann Egmont.

Teiknimyndafyrirtækið CAOZ hefur skrifað undir samning við útgáfu- og efnisveiturisann Egmont.

Samningurinn felur í sér að Egmont verður fulltrúi myndarinnar og vörumerkisins á Norðurlöndunum og á völdum mörkuðum í Norður-Evrópu og mun bera ábyrgð á sölu allra hliðarvara sem bera vörumerkið Hetjur Valhallar (e. Legends of Valhalla). Hluti samningsins felur einnig í sér að Egmont hefur þegar lagt af stað í allsherjar vöruþróun í útgáfu undir merkjum Hetja Valhallar og munu þeir selja þær vörur í öllum þeim löndum sem myndin hefur verið seld til. Egmont hefur þegar hafið þróun á yfir 25 titlum í tengslum við þennan samning og mun kynna Hetjur Valhallar til leiks á bókamessunni í Frankfurt í október.