4. október 1925 Lesbók Morgunblaðsins kom út í fyrsta sinn, 8 bls. að stærð. Meðal efnis var grein um kirkjuþing í Stokkhólmi rúmu ári áður, viðtal við Ríkarð Jónsson myndhöggvara og skrýtlur. 4.

4. október 1925

Lesbók Morgunblaðsins kom út í fyrsta sinn, 8 bls. að stærð. Meðal efnis var grein um kirkjuþing í Stokkhólmi rúmu ári áður, viðtal við Ríkarð Jónsson myndhöggvara og skrýtlur.

4. október 1928

Reykjavíkurborg keypti bronsafsteypu af Móðurást eftir Nínu Sæmundsson, að frumkvæði Listvinafélagsins. Tveimur árum síðar var styttunni komið fyrir í Mæðragarðinum við Lækjargötu, en þetta var fyrsta listaverk eftir konu sem sett var upp í borginni.

4. október 1939

Þjóðviljinn sakaði ráðherra landsins um að hafa dregið að sér eldivið á skömmtunartímum. Málið var nefnt Kolamálið. Lögreglurannsókn fór fram, ráðherrarnir voru hreinsaðir af þessum áburði og ritstjórar blaðsins dæmdir fyrir meiðyrði.

4. október 1984

Verkfall BSRB hófst. Það hafði víðtæk áhrif, m.a. lá skólahald niðri, strætisvagnar gengu ekki og útsendingar Ríkisútvarpsins féllu að mestu niður. Samningar tókust 30. október.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.