Áætlað er að 13-15 þúsund manns hafi sótt sýninguna MATUR-INN sem haldin var í Íþróttahöllinni á Akureyri um helgina.

Áætlað er að 13-15 þúsund manns hafi sótt sýninguna MATUR-INN sem haldin var í Íþróttahöllinni á Akureyri um helgina.

Sýningin var haldin af félaginu Mat úr Eyjafirði í samstarfi við Matarkistuna Skagafjörð og Þingeyska matarbúrið, fyrirtæki og styrktaraðila. Þátttakendur í sýningunni voru á fjórða tug en sýningin var nú haldin í fimmta sinn og var sú stærsta hingað til hvað sýningarrými og aðsókn varðar.

Þá liggur nú fyrir að 13.547 gestir sóttu Íslensku sjávarútvegssýninguna sem haldin var í Smáranum í Kópavogi dagana 22.-24. sept. sl. Er þetta 9% meiri aðsókn en þegar sýningin var haldin síðast fyrir þremur árum. Sýnendur voru rétt tæplega 500 frá 34 löndum en gestirnir komu víðar að en síðast, eða frá 52 löndum (voru frá 50 löndum árið 2008).