RIFF Hrönn Marínósdóttir, stjórnandi hátíðarinnar, á blaðamannafundi.
RIFF Hrönn Marínósdóttir, stjórnandi hátíðarinnar, á blaðamannafundi.
Fjallað er lofsamlega um Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, RIFF, í grein í New York Times sem birt var 30. september sl. Segir þar m.a.
Fjallað er lofsamlega um Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, RIFF, í grein í New York Times sem birt var 30. september sl. Segir þar m.a. að aðdáunarvert sé hversu umfangsmikil hátíðin sé og fjölþjóðleg, ekki aðeins í ljósi þess hversu lítil íslenska þjóðin sé heldur einnig að hún hafi gengið í gegnum mikið efnahagshrun. Í greininni er m.a. vitnað í þau orð uppistandarans Ara Eldjárns að íslenski kvikmyndageirinn sé stærstur í heimi ef miðað sé við höfðatölu.