Harður Hinn ungi Taylor Lautner í kvikmyndinni Abduction. Lautner vakti fyrst athygli í Twilight-vampírumyndunum vinsælu og er nú í aðalhlutverki.
Harður Hinn ungi Taylor Lautner í kvikmyndinni Abduction. Lautner vakti fyrst athygli í Twilight-vampírumyndunum vinsælu og er nú í aðalhlutverki.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Líkt og í síðustu viku er það gamanmyndin Johnny English Reborn sem halaði mestu inn í miðasölu kvikmyndahúsanna enda grínistinn Rowan Atkinson í aðalhlutverki í þeirri ræmu.

Líkt og í síðustu viku er það gamanmyndin Johnny English Reborn sem halaði mestu inn í miðasölu kvikmyndahúsanna enda grínistinn Rowan Atkinson í aðalhlutverki í þeirri ræmu.

Teiknimyndin Konungur ljónanna hefur verið færð í þrívíddarform og það virðist einnig heilla bíósækjendur, fylgir fast á hæla Johnny English Reborn. Í þriðja sæti er svo fjölskyldumynd, Algjör Sveppi og töfraskápurinn. Það má því segja að léttmeti og barna- og fjölskyldumyndir séu það sem helst heillaði bíófara um helgina, ef litið er á efstu þrjú sæti listans.

Öllu meiri harka tekur við í fjórða sætinu, vöðvabúntið Taylor Lautner, úr Twilight-myndunum, í dularfullri og taugatrekkjandi fléttu.

Hasar og taugaveiklun er einnig áberandi í næstu mynd, Contagion, nýjustu ræmu Stevens Soderbergh. Banvæn veira breiðist út um heiminn á ógnarhraða og er hún svo skæð að þeir sem smitast deyja innan fárra klukkustunda frá smiti. Og hasar er það enn í næstu mynd, Drive, en íslenska myndin Eldfjall er í sjöunda sæti, framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2012. Leikstjóri myndarinnar er Rúnar Rúnarsson og er þetta fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd. Hún var frumsýnd fimmtudaginn sl.