Frá uppgreftri á Hólum.
Frá uppgreftri á Hólum.
Í tengslum við bókakaupstefnuna í Frankfurt í Þýskalandi, sem opnuð verður í næstu viku, var opnuð fyrir helgi sýning í Archeologisches Museum í Frankfurt þar sem íslenskir forngripir skipa veglegan sess.

Í tengslum við bókakaupstefnuna í Frankfurt í Þýskalandi, sem opnuð verður í næstu viku, var opnuð fyrir helgi sýning í Archeologisches Museum í Frankfurt þar sem íslenskir forngripir skipa veglegan sess. Sýningin fjallar um handritsgerð og fornleifarannsóknir á Íslandi og voru lánaðir á hana 34 gripir úr Þjóðminjasafninu.

Á sýningunni er eitt handrit Egilssögu, sem varðveitt er í Þýskalandi, en frá Þjóðminjasafninu er m.a sýnt úrval gripa úr fornleifarannsóknum á Hólum og í Skálholti, vopn frá miðöldum, kumlfundir og reiðtygjaskraut.