Knut Storberget
Knut Storberget
Knut Storberget, dómsmálaráðherra Noregs, hefur viðurkennt í viðtali við norska dagblaðið Aftenposten að yfirvöldum hafi orðið á mistök í tengslum við fjöldamorðin í Útey og Ósló 22. júlí.

Knut Storberget, dómsmálaráðherra Noregs, hefur viðurkennt í viðtali við norska dagblaðið Aftenposten að yfirvöldum hafi orðið á mistök í tengslum við fjöldamorðin í Útey og Ósló 22. júlí. Hann viðurkennir einnig að sem ráðherra beri hann ábyrgð á því sem miður fór en segist þó ekki telja ástæðu til þess að hann segi af sér vegna málsins.

Norsk lögregluyfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir hversu langan tíma það tók að senda lögreglumenn til Úteyjar. Síðustu daga hafa norskir fjölmiðlar greint frá vísbendingum um að hægt hefði verið að bjarga 20 ungmennum í Útey ef lögreglumenn hefðu komið á staðinn fimmtán mínútum fyrr. Alls biðu 69 manns bana í skotárás fjöldamorðingjans í Útey.