* Íslenskar þungarokkssveitin Sólstafir mun gefa út nýja plötu, Svartir sandar, undir merkjum Season of mist um miðjan þennan mánuð.
* Íslenskar þungarokkssveitin Sólstafir mun gefa út nýja plötu, Svartir sandar, undir merkjum Season of mist um miðjan þennan mánuð. Talsverð spenna er farin að byggjast upp í alþjóðlegum heimi bárujárnsins og sveitin prýðir forsíður nokkurra fagtímarita þar. M.a. eru þeir aðalumfjöllunarefnið í Sübterranea, sérriti sem fjallar um öfgarokk og er undir Metal Hammer í Bretlandi, sem er eitt virtasta blað sinnar tegundar í geiranum. Fleiri þungarokksbiblíur ku ætla að stökkva á strákana og þeir sem heyrt hafa verkið mega vart mæla af hrifningu. Spennandi.