Lárus Ásgeirsson
Lárus Ásgeirsson
Lárus Ásgeirsson, sem hætti sem forstjóri Sjóvár í ágústmánuði, hefur verið ráðinn forstjóri Icelandic Group. Í tilkynningu segir að Lárus hafi mikla reynslu úr íslensku atvinnulífi og af alþjóðaviðskiptum.

Lárus Ásgeirsson, sem hætti sem forstjóri Sjóvár í ágústmánuði, hefur verið ráðinn forstjóri Icelandic Group. Í tilkynningu segir að Lárus hafi mikla reynslu úr íslensku atvinnulífi og af alþjóðaviðskiptum.

Stefnt á sölu á bandaríska hlutanum fyrir áramót

Sem kunnugt er seldi Icelandic Group starfsemi sína í Þýskalandi og Frakklandi á árinu. Nú stendur til að selja þann hluta rekstrarins sem er í Bandaríkjunum. Í samtali við Morgunblaðið segir Herdís að nú standi yfir lokað söluferli. Svokölluð lokaboð hafi borist í lok september og nú sé verið að skoða þau. „Þau eru nokkur,“ segir hún aðspurð hversu mörg þau séu. Herdís segist reikna með því að ljúka megi sölunni á bandaríska hlutanum fyrir árslok.

Herdís Fjeldsted, stjórnarformaður Icelandic Group, segir í tilkynningu að aðstandendur félagsins séu mjög ánægðir með að fá Lárus til starfa. „Víðtæk reynsla hans af alþjóðaviðskiptum er afar mikilvæg fyrir Icelandic Group á þessum tímapunkti. Fyrirtækið hefur tekið miklum breytingum á undanförnum mánuðum. Áhersla hefur verið lögð á að straumlínulaga reksturinn, minnka skuldir, auka arðsemi og draga úr áhættu í starfseminni. Það er því spennandi verkefni sem býður nýs forstjóra; að stýra öflugum hópi stjórnenda og starfsmanna Icelandic Group, leiðandi alþjóðlegs sjávarútvegsfyrirtækis,“ segir Herdís.

Haft er eftir Lárusi í tilkynningunni að mjög spennandi sé að taka við stjórnartaumunum hjá Icelandic. ivarpall@mbl.is