Fasteignaspeki Nú tala spekingar miklir víða í þjóðfélaginu og í fjölmiðlum um að nauðsynlegt sé að hækka fasteignaverð, það sé í raun krafa fjárfestanna. Þannig er að sjálfsögu mál með vexti að því fer fjarri að það sé rétt.

Fasteignaspeki

Nú tala spekingar miklir víða í þjóðfélaginu og í fjölmiðlum um að nauðsynlegt sé að hækka fasteignaverð, það sé í raun krafa fjárfestanna. Þannig er að sjálfsögu mál með vexti að því fer fjarri að það sé rétt. Hið rétta er að verð á fasteignum á auðvitað að byggjast á vitrænum sjónarmiðum. Allir aðilar málsins, allt frá fasteignasölum og arkitektum til byggingaverkamannsins, eiga að vera raunhæfir í sinni kröfu um gjald fyrir sitt framlag. Fjölskyldur og einstaklingar ásamt atvinnulífinu eða fyrirtækjum þurfa að sjálfsögðu sitt húsnæði en ekki er mikill búmannsbragur að því að slá lán í banka eða öðrum lánastofnunum út á falskt fasteignaverð hvort heldur við rekstur fyrirtækis eða heimilis eins og oft hefur tíðkast þá með þeim hætti að fasteignamat (byggingaverð) hefur verið ofreiknað, sem hefur valdið því að brunabótamatsverð hefur hækkað. Byggingaraðilar, verktakar og byggingarfyriræki þurfa líka að vera sanngjörn með sitt gjald fyrir byggingar, þá ekki hvað síst vegna tilkomumikillar byggingatækni við húsbyggingar. En mennt er máttur eins og sagt er. Það má samt ekki gleyma því að hið opinbera, þ.e. fólkið, hefur jafnan borið hitann og þungann af menntun, t.d. byggingaverfræðinga, arkitekta, fasteignasala, lögfræðinga og hagfræðinga, jafnvel kennaranna sjálfra. Þannig að menn mega ekki vanmeta þann þátt að þeir hafa jafnan menntast á kostnað fólksins ef svo má segja. Það má ekki selja tækni of dýru verði, menn verða að sjá hluti í réttu samhengi. Heiðarlegir menn hugsa nú kannski ekki beint um arðsemiskröfu hvað varðar húsnæði fyrir sitt heimili eða fyrirtæki ef menn stunda atvinnustarfsemi heldur notagildi, svo kemur hagnaður fyrirækisins.

Kristján Snæfells

Kjartansson

skipstjóri.


Svarað í síma 5691100 frá 10-12
velvakandi@mbl.is