— Reuters
Brasilískir gæludýraeigendur flykkjast í kirkjur einu sinni á ári og taka bestu vinina, gæludýrin, með sér.

Brasilískir gæludýraeigendur flykkjast í kirkjur einu sinni á ári og taka bestu vinina, gæludýrin, með sér. Þennan dag, sem var gær, á degi heilags Francis frá Assisi, eru gæludýrin nefnilega velkomin í kirkjur og kapellur enda dýrðlingurinn Francis frá Assisi sagður verndari gæludýra.

Kirkjugestir í höfuðborginni Sao Paulo eru því af ýmsum tegundum en flestir fjórfættir og loðnir. Þó vilja eigendur páfagauka og ýmissa annarra dýra einnig fá blessun kirkjunnar manna.

Dagurinn er orðinn ómissandi þáttur í lífi margra Brasilíubúa, og yfirleitt fer allt vel fram og allir haga sér vel. Þó er varla hjá því komist að einhverjir gelti eða skræki í kirkjunnar sölum, en það er í lagi þennan eina dag.

Mannfólkið virðist þó uppteknara af trúarlegri hlið viðburðarins en gæludýrin spenntari fyrir umhverfinu og hinum dýrunum sem mætt eru til blessunar ásamt eigendum sínum.