[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Stílistinn Gemma Sim leggur hér lokahönd á förðun glæsilegrar eftirmyndar söngkonunnar Rihönnu, en hún var afhjúpuð í Madame Tussauds-vaxmyndasafninu í London um síðastliðna helgi.

Stílistinn Gemma Sim leggur hér lokahönd á förðun glæsilegrar eftirmyndar söngkonunnar Rihönnu, en hún var afhjúpuð í Madame Tussauds-vaxmyndasafninu í London um síðastliðna helgi.

Rihanna er þar með komin í hóp ríflega 400 tónlistarmanna, leikara, stjórnmálaskörunga, íþróttagarpa og kóngafólks sem eiga eftirmynd af sér í Madame Tussauds-safninu í London. Vaxmyndasafnið hefur staðið við Marylebone Road í London frá árinu 1884 og því nokkuð er víst að ekki voru það varalitaðar poppstjörnur sem í upphafi löðuðu til sín gesti.

Samkvæmt upplýsingum frá safninu verður það leikkonan Kate Winslet sem næst fær eftirmynd sína afhjúpaða í safninu. birta@mbl.is