„Ég er vog, og sennilega mesta vogin á landinu. Lestu um vogina og þú lest um mig: óöruggur í öllu og get aldrei tekið ákvörðun um neitt,“ segir Randver Þorláksson leikari, en hann fagnar 62 ára afmæli á föstudag.

„Ég er vog, og sennilega mesta vogin á landinu. Lestu um vogina og þú lest um mig: óöruggur í öllu og get aldrei tekið ákvörðun um neitt,“ segir Randver Þorláksson leikari, en hann fagnar 62 ára afmæli á föstudag.

Þó að Randver vanti ekki nema nokkur ár í að geta gengið í gömlukarlaklúbbinn er hann í fantaformi: þrisvar í viku tekur hann á því af kappi á badmintonvellinum og svo spænir hann upp golfflatirnar. „Ég er byrjaður að spila með landssambandi eldri kylfinga, ef það segir eitthvað um aldurinn,“ gantast Randver og vonar að hann sé þó í það minnsta að þroskast með aldrinum. „Fyrr má nú vera að maður taki loksins út einhvern þroska um sextugt.“

Afmælisdagurinn reiknar Randver annars með að verði rólegur og tíðindalítill. Hann verður sjálfur vinnandi á föstudaginn og konan önnum kafin við söfnunarátakið á Stöð 2 sama kvöld. „En við gerum þá bara eitthvað skemmtilegt seinna. Þetta þarf ekki að vera bundið nákvæmlega við einn dag á ári.“

ai@mbl.is