Þessa dagana koma út í Þýskalandi, í tengslum við bókakaupstefnuna í Frankfurt, viðamiklar bækur um list og feril myndlistarkvennanna Rúríar og Gabríelu Friðriksdóttur.
Bókin um Rúrí ber nafn hennar og kemur út hjá Hatje Cantz í ritstjórn Christians Schoens. Auk hans skrifa Laufey Helgadóttir, Dorothea van der Koelen, Halldór Björn Runólfsson og Gunnar J. Árnason. Er þetta fyrsta yfirlitsverkið um listsköpun Rúríar.
Bókin Crepusculum kom út um leið og samnefnd sýning Gabríelu var opnuð í Schirn Kunsthall í Frankfurt í síðustu viku. Ritstjórar eru Matthias Wagner K og Max Hollein en útgefandi Kehrer. Auk verka Gabríelu eru textar margra höfunda í bókinni, sem er 308 bls.