Það telst til stórtíðinda þegar DJ Shadow gefur út. Frá því Entroducing..... kom út árið 1996 hefur hann verið einn allra áhrifamesti hip-hop tón og taktsmiður samtímans. Platan sú var alfarið gerð með notkun sampla og þykir mikið brautryðjendaverk.

Það telst til stórtíðinda þegar DJ Shadow gefur út. Frá því Entroducing..... kom út árið 1996 hefur hann verið einn allra áhrifamesti hip-hop tón og taktsmiður samtímans. Platan sú var alfarið gerð með notkun sampla og þykir mikið brautryðjendaverk. Á nýju plötunni The Less You Know, the Better er að finna helstu höfundareinkenni skuggans: bráðsmitandi takta í bland við flottar lagasmíðar og blöndun ólíkra stíla. Hörðu rappi er skeytt saman við soul-ballöður og rokk í þyngri kantinum. Sem fyrr mynda þessir ólíku blæbrigði flotta heild sem ekki alls ekki er gefið að gangi upp. Þó platan sé líklega ekki það besta sem DJ Shadow hefur gert er hún samt sem áður mun betri en The Outsider sem kom út fyrir fimm árum síðan og sýnir að hann á nóg eftir. Líklega yrðu margir ánægðir ef daðrinu við rokkið færi að ljúka og það er deginum ljósara að tónlistin yrði stílhreinni fyrir vikið.

Hallur Már

Höf.: Hallur Már