Framkvæmd gagnsæisins er í hæsta máta óvenjuleg
Hvers vegna greindi forsætisráðherra ekki frá fundi sem hún átti með forseta um mál sem þau höfðu deilt um opinberlega? Hvers vegna er því haldið leyndu hvað fram fór á fundinum þó að forsætisráðherra hafi áður boðað hvað þyrfti að ræða? Hvers vegna er ekki greint frá niðurstöðu fundarins þó að hún varði samstarf ríkisstjórnar og forseta og þar með almenning? Hvers vegna allt þetta pukur? Er það í samræmi við loforð um gagnsæja stjórnsýslu?