— Morgunblaðið/Kristinn
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Það er svo skemmtilegt að gefa hlutunum sínum nýtt líf, búa til eitthvað nytsamlegt úr hlutum sem hafa legið einmana inní skáp árum saman, ekki þjónað tilgangi né glatt augað.

Það er svo skemmtilegt að gefa hlutunum sínum nýtt líf, búa til eitthvað nytsamlegt úr hlutum sem hafa legið einmana inní skáp árum saman, ekki þjónað tilgangi né glatt augað. Þetta er alveg frábær hugmynd fyri þá sem eiga fallegan disk sem var eitt sinn hluti af setti eða bara að búa til disk á fæti til að hafa í stíl við settið.

Ég notaði gamlan meðlætisdisk, sem ég tímdi aldrei að henda því mynstrið í honum fannst mér svo fallegt.

Staupglas og lím sem límir gler.

Glasinu er einfaldlega hvolft og límt undir diskinn og látið þorna.

Einfaldara gæti það ekki verið, kominn krúttlegur kökudiskur eða bara fallegur diskur á fæti sem hægt er að nota undir allskyns kræsingar.