Syntagma-torg Krafan um stjórnlagaráð gæti borist hratt um heimsbyggðina.
Syntagma-torg Krafan um stjórnlagaráð gæti borist hratt um heimsbyggðina. — Reuters
Nú þegar meiriháttar fjármálaáfall vegna skuldakreppunnar á evrusvæðinu blasir við flykkjast þungavigtarmenn úr heimi hagfræðinnar til Íslands til þess að sækja ráðstefnu á vegum AGS og stjórnvalda sem ber nafnið „Ísland á batavegi: Lærdómar og...

Nú þegar meiriháttar fjármálaáfall vegna skuldakreppunnar á evrusvæðinu blasir við flykkjast þungavigtarmenn úr heimi hagfræðinnar til Íslands til þess að sækja ráðstefnu á vegum AGS og stjórnvalda sem ber nafnið „Ísland á batavegi: Lærdómar og verkefni framundan.“ Ljóst má vera að þeir Paul Krugman, Simon Johnson og William Buiter munu öðlast mikla þekkingu og aðdáun á íslenska efnahagsundrinu frá hruni með þátttöku í þessari ráðstefnu.

Strax að henni lokinni munu þeir án efa beita áhrifum sínum og kennivaldi til þess að ráða evrópskum stjórnmálamönnum heilt í baráttunni við skuldakreppuna í álfunni og í tilraunum við að afstýra meiriháttar fjármálaáföllum. Það blasir við að verst stöddu evruríkin eigi að taka stjórnvöld sér til fyrirmyndar þegar kemur að stjórn ríkisfjármála. Undanfarin þrjú ár hefur fjárlagahallinn að meðaltali verið 10% af landsframleiðslu. Þetta er mun meiri halli en að meðaltali í Grikklandi, Spáni og Ítalíu, svo dæmi séu tekin, og ljóst er að Miðjarðarhafsmenn þurfa að spýta í lófana í þessum efnum. Einnig geta þeir lært af íslenskum stjórnvöldum í hvaða farveg eigi að beina mótmælum: Augljóslega eru tugþúsundir Grikkja á Syntagma-torgi fyrst og fremst að krefjast stjórnlagaráðs. En sennilega er mikilvægasti lærdómur sem verst stöddu evruríkin geta numið af íslenskum stjórnvöldum þessi: Þau eiga opinberlega að lýsa því yfir að þau búi við handónýtan gjaldeyri og stefna ótrauð að upptöku evru – aftur!