Sænski bílaframleiðandinn Volvo hefur gengið til samstarfs við þýska raftækjasmiðinn Siemens um þróun nýrrar línu rafbíla. Mun þýska fyrirtækið framleiða rafmótora C30-rafbíla Volvo.
Samstarfið gengur út á þróun rafaflrásar bílanna, rafstýringakerfi og rafhleðslutækni. Fyrstu bílarnir í þessu samstarfi verða frumkeyrðir undir árslok og snemma á næsta ári mun Volvo afhenda Siemens um 200 bíla til reynslu- og þróunaraksturs.
Stefan Jacoby, forstjóri Volvo, segir að með samstarfinu við Siemens muni tækni rafbíla Volvo færast upp á nýtt plan.
agas@mbl.is