Frá jólum verða teknar upp nýjar reglur í Hollandi um að sérstakir lásar verði settir á bíla þeirra ökumanna sem teknir hafa verið fyrir ölvunarakstur. Er þetta gert í þeim tilgangi að torvelda þeim að aka drukknir að nýju.
Frá jólum verða teknar upp nýjar reglur í Hollandi um að sérstakir lásar verði settir á bíla þeirra ökumanna sem teknir hafa verið fyrir ölvunarakstur. Er þetta gert í þeim tilgangi að torvelda þeim að aka drukknir að nýju. Lásinn er í raun öndunarmælir og geta ökumenn ekki kveikt á vél bíla sinna séu þeir yfir ákveðnum áfengismörkum. Til að koma í veg fyrir svindl þurfa þeir að blása í mælinn nokkrum sinnum meðan á ökuferðinni stendur. Ölvunarakstur kemur við sögu í yfir 200 banaslysum í umferðinni í Hollandi ár hvert.