Laugardaginn 8. október verður haldin í Félagsgarði matarhátíðin Krásir í Kjósinni. Kjósarstofa stendur að hátíðinni en þar munu matreiðslumeistararnir Ólöf Jakobsdóttir og Jakob H. Magnússon töfra fram krásir úr hráefni beint frá býlum. Kl.
Laugardaginn 8. október verður haldin í Félagsgarði matarhátíðin Krásir í Kjósinni. Kjósarstofa stendur að hátíðinni en þar munu matreiðslumeistararnir Ólöf Jakobsdóttir og Jakob H. Magnússon töfra fram krásir úr hráefni beint frá býlum. Kl. 19 verður sérstök kynning á nýjasta „landnemanum í Kjós“, grjótkrabba, sem Halldór Pálmar Halldórsson líffræðingur sér um. Framleiðendur í Kjós munu jafnframt kynna framleiðsluvörur sínar og bjóða gestum að bragða á. Borðhald hefst kl. 20 og kostar kvöldverðurinn 6.500 kr. Borðapantanir sendist á netfangið kjosarstofa@kjos.is. Veislustjórn verður í höndum Sólveigar Ólafsdóttur.