Geitaostur er sérlega góður. Því miður er ekki lengur fáanlegur íslenskur geitaostur þannig að Íslendingar þurfa að kaupa útlendan ost sem er talsvert dýr.

Geitaostur er sérlega góður. Því miður er ekki lengur fáanlegur íslenskur geitaostur þannig að Íslendingar þurfa að kaupa útlendan ost sem er talsvert dýr. Í ostabúðum er hægt að fá mjög góðan, mjúkan geitaost sem er ljúffengur í salat, sósur eða ofan á brauð. Grillaður geitaostur er veislumatur.

Grillað snittubrauð með geitaosti og smáhunangi yfir er afar ljúffengt.

Einnig er hægt að marínera ostinn sem er mjög gott.

Skerið geitaostinn í sneiðar og raðið á disk. Kryddið hann með timían, svörtum pipar og ólífuolíu. Látið standa í minnst eina klukkustund. Sneiðið snittubrauð niður og raðið á bökunarplötu.

Setjið undir heitt grill þangað til brauðið fer að ristast, snúið við og grillið hina hliðina. Takið út og setjið ostsneiðarnar á brauðið og smá ólífuolíu. Grillið aftur í eina til tvær mínútur og berið strax fram.

elal@simnet.is