— Morgunblaðið/Kristinn
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fimmtudagur Reyni að skrifa svolítið fyrir Stundina áður en við Oddur þurfum að aka af stað til Húsavíkur. Á leiðinni norður les snillingurinn Stephen Fry Harry Potter fyrir okkur í hundraðasta skipti.

Margrét Sverrisdóttir leikkona hefur í mörgu að snúast þessa dagana enda ekki létt verk að vera umsjónarmaður Stundarinnar okkar. Finnur fékk Margréti til að segja frá fjölbreyttri viku þar sem Trjálfar og heimsins bestu kleinur komu meðal annars við sögu.

Mánudagur Skelli mér í morgunjóga og hjóla svo í vinnuna. Í dag er skrifstofudagur það þarf víst að svara tölvupósti og skipuleggja allskonar. Skoða dagatalið og sé að þetta verður frekar skrautleg vika.

Miðvikudagur Jóga svolítið upp á morguninn og svo hitti ég Trjálfana sem ætla að vera að snúllast eitthvað í vinnunni minni. Í kvöld hefjast svo æfingar á Haustflensu Halaleikhópsins. Lifi stuðið!

Laugardagur Brúðkaup í Neskirkju og svo gríðarleg veisla á eftir í Ýdölum, Aðaldal. Til hamingju með daginn Helga og Árni Pétur!

Sunnudagur Við Oddur minn þurfum að koma við á byggðasafninu á Grenjaðarstað, til að klára sumarvinnuna. Það þarf víst að troða í gáttir fyrir veturinn. Við máttum ekki vera að því í sumar því við þurftum að rífa og endurhlaða svo stóran vegg. Vona að það snjói ekki eins og í sumar.

ai@mbl.is

Höf.: Fimmtudagur