Í kvöld kl. 20 mun Signe Kongebro frá dönsku teiknistofunni Henning Larsen Architects í Kaupmannahöfn halda fyrirlestur í Norræna húsinu. Stofan er margverðlaunuð og hefur starfað allt frá árinu 1959.
Í kvöld kl. 20 mun Signe Kongebro frá dönsku teiknistofunni Henning Larsen Architects í Kaupmannahöfn halda fyrirlestur í Norræna húsinu. Stofan er margverðlaunuð og hefur starfað allt frá árinu 1959. Hún er alþjóðlegt fyrirtæki með útibú og verkefni í yfir 20 löndum. Mikil áhersla er lögð á vistvæna nálgun og orkusparandi lausnir. Stofan hefur komið að stórum verkefnum á Íslandi, m.a. Háskólanum í Reykjavík og tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu.