Bólan , blaðran, verður til þegar stjórnmála- og bankamenn miðstýra verði peninga, þannig að vextir eru of lágir. Peningamagn eykst vegna þess að skuldir og innistæður eru þandar út.
Bólan , blaðran, verður til þegar stjórnmála- og bankamenn miðstýra verði peninga, þannig að vextir eru of lágir. Peningamagn eykst vegna þess að skuldir og innistæður eru þandar út. Það er auðvelt að búa til skuldir – taka lán – og þess vegna hækkar verðið á eignunum sem keyptar eru. Sumar eignir verða líka til sem aldrei hefðu átt að verða til, bara vegna þess að peningar eru ókeypis eða því sem næst.

Þessi blaðra springur á endanum. Að minnsta kosti er hætt við því að úr henni leki með miklum hraða. Við erum núna inni í móður allra blaðra, þegar heilu þjóðríkin hafa reist sér hurðarás um öxl. Hamfarirnar verða miklar á næstu mánuðum og misserum, ef að líkum lætur.

Annars konar blaðra er sápukúlan í kringum hausinn á stjórnmálamönnum. Valdamönnum, sem halda að þeir geti viðhaldið tálsýninni um eigin styrk – fjárhagslegan styrk ríkisvaldsins – út í hið óendanlega. Við sáum vísi að þessu hér á Íslandi árin 2007 og 2008. Nú endurtekur sagan sig erlendis.

Það er alveg sama hvað keisararnir sprikla í nýju fötunum sínum.