Sófakartaflan býr erlendis og er löngu búin að horfa á alla fyrstu seríuna af Game of Thrones , sem Stöð 2 hóf sýningar á í ágústbyrjun.
Sófakartaflan býr erlendis og er löngu búin að horfa á alla fyrstu seríuna af
Game of Thrones
, sem Stöð 2 hóf sýningar á í ágústbyrjun. Sófakartaflan boðar unnendum góðs sjónvarpsefnis mikinn fögnuð, því þvílíkt endemis mergjað og æðislegt sjónvarpsefni hefur ekki sést á skjánum í háa herrans tíð og Sófakartaflan spáir því að þegar fram líða stundir verði þessir þættir settir á stall með sígildum stórvirkjum eins
Lost
,
Matador
og
I, Claudius
. Sófakartaflan var lengi að kveikja á perunni og horfði ekki á fyrsta þáttinn fyrr en langt var gengið á seríuna. Lenti sófakartaflan raunar í hálfgerðum vanda eftir fyrstu 45 mínúturnar við skjáinn. Spennan var nefnilega svo mikil að ekki var annað hægt en að horfa strax á næsta þátt, og þannig koll af kolli. Í nokkra daga kom kartaflan litlu í verk öðru en að horfa á Game of Thrones, og þegar síðasta þættinum lauk var spennufallið svo mikið að Sófakartaflan lá hálflemstruð fyrir framan skjáinn. Sófakartaflan er svo hrifin að hún er að velta fyrir sér að fjárfesta í einu riddaradressi og fá sér malamútahvolp. Þráin eftir ævintýraheiminum er yfirþyrmandi, eða hvað er meira spennandi en fræknir kappar, undirförulir slúbbertar, orðheppnir dvergar og fönguleg fljóð (ekki síður frækin og undirförul en karlhetjurnar)? Það hryggði sófakartöfluna að lesa að þættirnir fengju frekar lítið áhorf hjá landanum. Íslendingar eru að missa af sögulegu sjónvarpsefni ef þeir missa af Game of Thrones.