6. október 1659 Hollenskt kaupfar sökk við Flatey á Breiðafirði. Sumarið 1992 fundu kafarar ýmsa hluti sem talið var að væru úr skipinu. 6. október 1957 Hafsteinn Sveinsson hljóp maraþonhlaup, 42,2 kílómetra, fyrstur Íslendinga, á 3 klst. og 1 mín.

6. október 1659

Hollenskt kaupfar sökk við Flatey á Breiðafirði. Sumarið 1992 fundu kafarar ýmsa hluti sem talið var að væru úr skipinu.

6. október 1957

Hafsteinn Sveinsson hljóp maraþonhlaup, 42,2 kílómetra, fyrstur Íslendinga, á 3 klst. og 1 mín. Hlaupið var frá Kömbum til Reykjavíkur.

6. október 1961

Hátíðarsamkoma vegna hálfrar aldar afmælis Háskóla Íslands var haldin í Háskólabíói, stærsta samkomuhúsi landsins, sem var vígt við það tækifæri. Davíð Stefánsson frumflutti Háskólaljóð og flutt var tónverk eftir Pál Ísólfsson. „Höfum loks eignast fullkominn hljómleikasal,“ sagði Morgunblaðið daginn eftir.

6. október 1980

Jarðstöðin Skyggnir í Mosfellsbæ var tekin í notkun. Þar með komst á fjarskiptasamband við önnur lönd um gervihnött og sjálfvirk símaafgreiðsla til útlanda.

6. október 2008

Geir H. Haarde forsætisráðherra flutti ávarp til þjóðarinnar um stöðu fjármálakerfisins og nauðsyn aðgerða. Um kvöldið samþykkti Alþingi ný lög um fjármálamarkaði. Daginn eftir stóð á forsíðu Morgunblaðsins: „Neyðarlög á Íslandi. Skuldir bankanna eru þjóðinni ofviða.“

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.