Amanda Knox
Amanda Knox
Amanda Knox, sem sýknuð hefur verið af morði á breskri stúlku á Ítalíu árið 2007, grét er hún steig á bandaríska jörð við heimkomuna í gær. Hún sagði tilfinningarnar hafa borið sig ofurliði er hún leit út um gluggann á flugvélinni og sá föðurlandið.

Amanda Knox, sem sýknuð hefur verið af morði á breskri stúlku á Ítalíu árið 2007, grét er hún steig á bandaríska jörð við heimkomuna í gær. Hún sagði tilfinningarnar hafa borið sig ofurliði er hún leit út um gluggann á flugvélinni og sá föðurlandið. Þá sagðist hún þakklát fyrir að komast heim svo fljótt eftir að sýknudómurinn féll.

„Þegar ég leit út um glugga flugvélarinnar fannst mér þetta allt svo óraunverulegt,“ sagði Knox við blaðamenn eftir heimkomuna. Hún sagði erfitt að tala ensku eftir að hafa verið í fjögur ár í ítölsku fangelsi.

Knox var vel fagnað við heimkonuna en hún ákvað að snúa ekki til heimilis síns strax, nágrönnunum til nokkurra vonbrigða en þeir höfðu undirbúið mikla veislu henni til heiðurs.