Annað kvöld verður fyrsta Lennon-kvöldið í Viðey af fjórum. Friðgeir Ingi Eiríksson matreiðslumeistari hefur sett saman þriggja rétta máltið með skírskotun í lagatexta og líf John Lennons.
Annað kvöld verður fyrsta Lennon-kvöldið í Viðey af fjórum. Friðgeir Ingi Eiríksson matreiðslumeistari hefur sett saman þriggja rétta máltið með skírskotun í lagatexta og líf John Lennons.

Jón Ólafsson, Pétur Örn Guðmundsson og Einar Þór Jóhannsson leika lifandi tónlist eftir goðið og Þórunn Lárusdóttir verður veislustjóri. Jón hefur verið Bítlamaður frá blautu barnsbeini, eins og hann orðar það. „Þetta verða vel valin Lennon-lög í góðum flutningi listamanna með góða kímnigáfu,“ segir hann og bætir við að gestir fái að heyra Starting over, Imagine, You've got to hide our love away og margt, margt fleira.

Þórunn fer yfir sögu John Lennon og baráttu hans og Yoko Ono fyrir heimsfriði. Næstu Lennon-kvöld verða 21. október, 4. nóvember og 21. nóvember.

elal@simnet.is

Matseðill

„Breakfast & dinner“

– Hunangsgljáður kalkúnn ásamt beikoni, kornflögum, þurrkuðum ávöxtum, þeyttum eggjum og „tea drops“

Nautafillet í sinnepssósu ásamt eftirlætis kirsuberjasósu Johns Lennon

Súkkulaðikaka með sykurpúðum, „small strawberry field“ og karamelluís

Innifalið

Ferja frá Skarfabakka til Viðeyjar kl. 18.45. Dagskrá í Viðeyjarstofu ásamt þriggja rétta kvöldverði í anda Johns Lennon. Leiðsögn að Friðarsúlunni. Ferja frá Viðey að Skarfabakka

Kr. 12. 900.-