Aðeins níu klukkutímum eftir að breski presturinn John Germon uppgötvaði að trjáklippur og keðjusög voru horfin úr verkfæraskúrnum hans var búið að finna þjófinn og handtaka, allt með hjálp Facebook.
Aðeins níu klukkutímum eftir að breski presturinn John Germon uppgötvaði að trjáklippur og keðjusög voru horfin úr verkfæraskúrnum hans var búið að finna þjófinn og handtaka, allt með hjálp Facebook. Germon segir þetta sýna hvernig tæknin getur aðstoðað við að upplýsa mál í litlu bæjarfélagi. Germon er prestur í smábænum Ashburton en sonur hans setti færslu á Facebook um að faðir hans hefði orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófi. Strax fóru að berast ábendingar og að lokum var maður handtekinn, sem hafði þá verið að stæra sig af því að eiga nýja keðjusög og trjáklippur.