Fonda Hlýtur heiðursverðlaun. Hér er hún með Hugh Hefner, sem einnig hefur ýtt undir líkamsrækt í gegnum tíðina.
Fonda Hlýtur heiðursverðlaun. Hér er hún með Hugh Hefner, sem einnig hefur ýtt undir líkamsrækt í gegnum tíðina.
Leikkonan ástsæla Jane Fonda hefur hlotið þann heiður að vera tilnefnd til sérstakra verðlauna fyrir framlag sitt til góðrar heilsu mannkyns.

Leikkonan ástsæla Jane Fonda hefur hlotið þann heiður að vera tilnefnd til sérstakra verðlauna fyrir framlag sitt til góðrar heilsu mannkyns. Það er líkamsræktartímaritið góðkunna Shape sem ætlar að veita leikkonunni þessi verðlaun í 30 ára afmælisveislu sinni, sem haldin verður í New York hinn 26. október næstkomandi.

Sem kunnugt er hefur Fonda lyft grettistaki í heilsumálum almennings um víða veröld, með æfingamyndböndum sínum. Þau eru nú orðin yfir 20 talsins, en það fyrsta kom út árið 1982 – fyrir 29 árum. Við gerð myndbandanna hefur hún notið aðstoðar stórlaxa á borð við Richard litla Simmons, Jack LaLanne, Leni Cazden og Stuart Karl.

Fonda segir á bloggi sínu að þetta sé mikill heiður. „En ég er líka minnug þess að ég á þennan árangur mörgum að þakka [...]

Ég gerði mér ekki grein fyrir því að tímasetningin væri rétt. Heimamyndbandaiðnaðurinn var tilbúinn; beið eftir vöru sem myndi fá fólk til þess að fjárfesta í búnaðinum sem þyrfti til þess að „gera Jane“, eins og fólk kallaði það að stunda með mér líkamsæfingar,“ segir hún á bloggi sínu. ivarpall@mbl.is